Bílferð um Ísafjarðardjúp

Ísafjarðardjúp er mögnuð náttúruperla. Í djúpinu er margt að skoða.

Hvítárnes
Í Hvítárnesi á milli Hestfjarðar og Skötufjarðar í um 45 mínútna fjarlægð frá Ísafirði en nánast öruggt að sjá sel. Þar er einng Litli Bær sem er gamall bær sem hefur verið endurgerður. 

Ögur
Í Ögri sem er um 1 klst frá Ísafirði er hægt að fá sér kaffi hjá Ögur Travel, skella sér á kajak eða í gönguferð. Þar er líka bílakirkjugarður sem öllum finnst ekki jafn fallegur. 

Reykjanes
Í Reykjanesi er ein lengsta sundlaug landsins eða um 50 metrar og funheit. Í Reykjanesi sem er í um 1,5 klst fjarlægt frá Ísafirði er margt að skoða, þar er hægt að fá sér að borða og jafnvel gista.

Súðavík
Á leiðinni heim aftur til Ísafjarðar er hægt að koma við í Súðavík, skella sér með börnin í Raggagarð og skoða refina á Melrakkasetrninu