Hrafnseyri, Dynjandi og Dýrafjörður

Ef þú vilt skoða nátttúru Vestfjarða á eigin vegum þá eru margir kostir í stöðunni. T.d. getur þú keyrt í átt að hinum magnaða fossi Dynjanda. Þangað er rúmlega 1,5 klst akstur.

Hrafnseyri
Á leiðinni þangað eða á leiðinni heim er hægt að koma við á Hrafnseyri og heilsa upp á Jón Sigurðsson, forseta. sjálfa þjóðfrelsishetjuna. Á staðnum er safn helga minningu hans en einnig er þar veitingasala.

Þingeyri
Þingeyri er mjög fallegt þorp við Dýrafjörð. Þar er margt að skoða m.a. Vélsmiðju Guðmundar og boðið upp á belgískar vöfflur í Simbahöllini. 

Vesturgatan
Fyrir þá sem þora er hægt að keyra sérstaklega fallega leið úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. Vegurinn sem á löngum köflum er einbreiður en vel þess virði að skoða fyrir á sem þora.