Hestaferðir í Dýrafirði og Heydal

Rétt fyrir utan Þingeyri við Dýrafjörð eru Sandar, en þaðan er boðið upp á hestaferðir yfir sumartímann. Að Söndum er um 45 mínútna akstur frá Hótel Horni.

Byrjendur geta fengið stutta kennslu áður en haldið er meðfram Sandaá, þaðan sem útsýnið til fjalla er stórkostlegt. Ferðin er um tveggja tíma löng og á heimleið er riðið eftir svörtum fjörusandinum.
Tilvalið er að koma við í Simbahöll á Þingeyri eftir reiðtúrinn, kaffihúsi þar sem belgískar vöfflur eru stjarnan á matseðlinum. Hér má nálgast frekari upplýsingar

Heydalur er kjarri vaxinn dalur innst í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpií um tveggja tíma fjarlægð frá Ísafirði með bíl. Þaðan er hægt að komast í allt frá tveggja tíma langan reiðtúr um dalinn, upp í tveggja daga langa hestaferð.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vesturferða og hjá ferðaþjónustunni í Heydal.