Kajakferðir við Ísafjarðardjúp

Sumarlangt geta byrjendur sem og vanir ræðarar fundið kajakferðir við sitt hæfi. Styttri ferð um Pollinn hentar til dæmis þeim sem eru að taka sín fyrstu áratök, á meðan að dagslangar ferðir með stoppi í heitum náttúrulaugum hæfa þeim reyndari. Ferðirnar eru allar farnar undir styrkri leiðsögn heimafólks.

Hægt er að komast á kajak frá Ísafirði með Borea adventures, frá Ögri með Ögur travel og í Mjóafirði með ferðaþjónustunni í Heydal.