Æfingabúðir í Slóveniu

Nú er tækifæri til að besta formið og haga sér eins og heimsmeistari 
 
Við erum á leiðinni til fallegu Slóveníu með viðkomu á Ítalíu 14.-21. janúar.
Stöllurnar Hólmfríður Vala og Vilborg Arna ætla að starta vetrinum á heimsmeistaraslóðum í Planica og Cortina.
Vilborg Arna er gestgjafinn, enda á heimavelli, Hólmfríður Vala sér um æfingar með aðstoð frá Petru Majdic margföldum heimsbikarhafa og bronsverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum.
 
 

Slóvenia

Komdu með í æfingabúðir 14.21. janúar 2023

Við ætlum að koma okkur í skíðagírinn fyrir veturinn, njóta okkar í brautunum í Planica þar sem heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer fram í febrúar 2023 og safna klst í kroppinn í löngu brautunum sem Dólómítarnir bjóða uppá.

 
Boðið verður uppá tvö getubil í æfingabúðunum og er gert ráð fyrir að allir hafi einhverja reynslu og þekkingu á skíðagöngu. Æfingabúðirnar hentar því ekki þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.
 

Gestakennarinn: Petra Majdič

Petra Majdic er afrekskona í skíðagöngu og hefur staðið oftar en ekki á verðlaunapalli. Sagan hennar er áhugaverð og hvetjandi fyrir okkur öll. Allt frá því hvernig hún verður ein fremsta skíðakona heims án þess að hafa fullnægjandi búnað eða aðstæður og yfir í það hvernig hún stendur á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Vancuver eftir að hafa brotið 5 rifbein!

Petra verður með hópnum í einn dag, sem skiptist upp í tvær æfingar og hvatningarfyrirlestur í hádeginu.

 

Hólmfríður Vala og Vilborg Arna

Vala og Villa hafa brallað margt og mikið saman og þá helst með skíði undir fótunum. Þær hafa saman skíðað bæði yfir Vatnajökul og Grænlandsjökul.

Vala, er þaulreyndur skíðaþjálfari sem hefur jafnframt keppt í greininni. Hún var fyrsta íslenska konan til þess að keppa í hinni margfrægu Vasa göngu og þar að auki hefur hún klárað allar Íslandsgöngurnar og margar þekktar erlendar göngur s.s. Birkebeiner og Marcialonga.

Villa er gestgjafi ferðarinnar enda höldum við á hennar heimaslóðir. Hún á að baki langa skíðaleiðangra um ísbreiður og hjarn, auk þess að hafa þjálfað fjöldann allan af fjallgöngu- og ferðaskíðafólki. Villa hefur jafnframt óbilandi áhuga á þjálffræðum og púlsmælum!

 

Verð kr. 298,000,- á mann/konu miðað við tvíbýli

Verð kr. 340,000,- á mann/konu miðað við einbýli

 

INNIFALIÐ:

  • Flug
  • Allar ferðir
  • Gisting
  • Morgunmatur
  • Kvöldmatur þrjú kvöld
  • Masterclass með Petru Majdič
  • Hádegisfyrirlestur með Petru Majdič
  • Fararstjórn
  • Þjálfun
  • Brautarpassar

 

Bókun og fyrirkomulag