Ævintýri á utanbrautarskíðunum, 16.-19. mars 2023

Skutulsfjörðurinn og nágrenni býður upp á endalaus tækifæri fyrir utanbrautarskíðin.

Við förum út af sporinu, könnum fjöll og heiða og dali og leggjum leið okkar þangað sem færið er best hverju sinni. 

Auðvitað tökum við með nesti, það er tilgangslaust að fara út að leika ef ekki er boðið upp á nesti, fjallakakó og hjónbandsælu eða eitthvað álíka gott.

Þið sem viljið ganga skrefinu lengra getið skipt út einni hótelnótt fyrir nótt í tjaldi, hver stenst það tilboð.

Kíktu til okkar og leyfðu okkur að sýna þér leiksvæðið okkar.

 

 

 

Við Pollinn, Hótel Ísafjörður, Hótel Horn

 

 

Við ætlum að bjóða þér í heimsókn í ævintýra veröldina okkar, þriggja daga helgarpakki frá  fimmtudegi til sunnudags.

Ísafjörður er útivistarbærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar og njóta náttúrunnar en Skutulsfjörðurinn og nágrenni býður upp á endalaus tækifæri í útivistinni.

Utanbrautarskíði eða ferðaskíði köllum við þau skiði sem fara ótroðnar slóðir og þurfa ekki braut. Á utanbrautarskíðunum opnast nýr heimur og landið stækkar. Leiðir sem við höfum gengið að sumri eru komnar í ný klæði og vart þekkjanlegar.

Við förum út af sporinu veljum okkur leiðir eftir snjóalögum og hvernig vindar blása og skoðum ævintýraheiminn í nágrenni við Skutulsfjörðinn. Við tökum hring eða göngum frá A-B um fjöll og heiðar og dali með dagspoka, nesti og aukaföt. Auðvitað tökum við með nesti, það er tilgangslaust að fara út að leika ef ekki er boðið upp á nesti, fjallakakó og hjónabandsælu eða eitthvað álíka gott.

Gist er á Hótel Ísafirði en þeim sem vilja skella sér út fyrir þægindarammann er boðið að gista í tjaldi eina nótt, föstudag-laugardag en hinar tvær á hótelinu. Þarna er kjörið tækifæri að taka næsta skref í útivistinni og blanda saman mjúku og hlýju hótelrúminu og hlýja og mjúka svefnpokanum, lúxus ferð á alla kanta.

Þátttakendur sjá sjalfir um að dóta sig til en við veitum glöð ráðleggingar og aðstoðum við útbúnað. Við viljum  benda á að flest allt sumarútilegudót virkar í vetrarútilegu svo ekki þarf að eiga sérstakan vetrarbúnað.

Athugið að takmarkað pláss er á þetta námskeið

Innifalið:

Gisting á Hótel Ísafirði – Torgi,  Horn eða í tjaldi  í 3 nætur ásamt frábæru morgunverðarhlaðborði

3 x kvöldmatur  

2 x Nesti

Rúta til og frá flugvelli

Rúta á upphafstað ævintýrsins

Leiðsögn

Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi. Miðað er við að þátttakendur geti tekið seinna flug til Ísafjarðar á fimmtudegi og fyrra flug til baka á sunnudegi.  En auðvitað er líka hægt að keyra vestur til okkar og erum við í samstarfi við Bílaleigu Akureyrar ef leigja þarf bíl.

Verð er 88.500 á mann í tvíbýli og 109.500 kr. einbýli

Staðfestingargjaldið er 20% af heildarverði og er óendurkræft nema að námskeið falli niður. 

 

Utanbrautarævintýraferð 16.-19.mars  

 

Til að bóka ævintýrahelgina þarf bara að ýta á dagsetninguna sem hentar og námskeiðið hér að ofan sem leiðir þig inn á bókunarsíðuna. Þar er svo aftur valin dagsetning námskeiðs sem ætlunin er að fara á.  Þá opnast gluggi með öllum gistimöguleikum, því næst er valið hótel og herbergistýpa og þar er einnig valinn fjöldi einstaklinga í herbergi.  Hægt er að velja um að vera 1, 2 eða 3 í herbergi, ef ætlunin er að hafa þrjá í herbergi þarf að velja "triple room".   Einnig er í boði Deluxe og superior herbergi.  Hægt er að gista bæði á Hótel Torgi og Hótel Horni.

Nauðsynlegt er að bæta nafni/nöfnum herbergisfélaga í "special request" reit í bókunarferlinu.  Heildarupphæð verður tekin út af því korti sem sett er með í pöntuninni.  Hægt er að hringja inn aukakort ef greiðsla á að fara fram í tvennu lagi í síma 456-4111.