Fundatilboð

Starfsfólk Hótels Ísafjarðar hefur áralanga reynslu af skipulagningu ýmis konar funda og ráðstefna og við leggum áherslu á að faglært og þaulvant starfsfólk skipi hverja stöðu svo dvölin verði sem ánægjulegust.

Hótel Ísafjörður

Starfsfólk Hótels Ísafjarðar hefur áralanga reynslu af skipulagningu ýmis konar funda og ráðstefna og við leggum áherslu á að faglært og þaulvant starfsfólk skipi hverja stöðu svo dvölin verði sem ánægjulegust.

Í veitingasalnum er frábær matur, þar sem lögð er áhersla á að nýta sem mest úr vestfirskri náttúru.

Margir skemmtilegir möguleikar eru á alls konar dægradvöl og uppákomum fyrir gesti sem vilja slaka á eftir amstur dagsins. Aðdráttarafl staðarins og vonin um að fundagestir fari ánægðir heim eru einnig mikilvægir þættir. Þeir sem halda fundi á Ísafirði eru sammála um að það sé öðruvísi upplifun að koma til Vestfjarða.

Við erum með ferðaskipuleggjendaleyfi (og ferðaskipulagningarreynslu). Það er af nógu að taka hér fyrir vestan.

Hafðu samband og kannaðu möguleikana.