Langir dagar, langar helgar

Við eigum ennþá fullt af snjó sem einhver þarf að nota. Fjallaskíði, gönguskíði, bretti, utanbrautarskíði, sleðar. Hér er allt í boði

Við erum spennt að fá ykkur í heimsókn og deila snjónum okkar með ykkur.

Hér eru ótal leiðir sem hægt er að nýta sér og fá ráðleggingar frá heimamönnum hvert sé best og skemmtilegast að fara.

Við leikum okkur á öllu sem rennur; skíðum, brettum, sleðum og hvað ykkur dettur í hug.

 

Við bjóðum upp á þrjár nætur og þrisvar sinnum tveggja rétta kvöldverð á veitingastaðnum okkar Við Pollinn.

Gist er á Hótel Horni eða Hótel Ísafirði 

Verð á mann er kr 45.000,- hvort sem gist er í einbýli eða tvíbýli.

Ath gildir ekki Fossavatnsgönguhelgina