Skíðagöngunámskeið veturinn 2022-23

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref. 

Leyfðu okkur að dekra við þig í skíðasporinu og á hótelinu.

Við Pollinn, Hótel Ísafjörður, Hótel Horn

Skíðagöngunámskeið veturinn 2022-2023

 

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref.

Um er að ræða tvenns konar námskeið. Annars vegar kvennanámskeið þar sem karlpeningurinn er skilinn eftir heima og svo blönduð námskeið þar sem allir leika saman.

Námskeiðin henta jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þeim sem eru með áralanga reynslu í sporinu.

Námskeiðinin eru frá fimmtudegi til sunnudags og á þeim tíma tökum við 5-6 tækni og úthaldsæfingar, förum yfir umhirðu skíða og hvernig er að standa á ráslínunni í Fossavatnsgöngunni svo fátt eitt sé nefnt.

Námskeiðin eru getuskipt og taka mið af markmiðum þátttakenda. Einhverjir eru að undirbúa sig fyrir að setja á sig númer og standa á ráslínunni á meðan aðrir ætla að taka því rólega.

 

Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í tæp 20 ár og státa af frábærum þjálfurum með reynslu og metnað. Kennt er á skíðagöngusvæðum Ísfirðinga; Seljalandsdal og Tunguskógi.  Við teljum Seljalandsdal besta gönguskíðasvæði á landinu þó við séum örlítið hlutdræg.

Helgina 3.-6. feb bjóðum við upp á kennslu í skautatækni en til þess að taka þátt í því þarf að vera með þar til gerð skíði og búnað.

 

Innifalið:

Gisting á Hótel Ísafirði - Torg eða Horn í 3 nætur ásamt frábæru morgunverðarhlaðborði

2 x Hádegismatur

3 x kvöldmatur   

5-6 æfingar

Brautargjald

Rúta til og frá flugvelli

Rúta á æfingar

Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi. Miðað er við að þátttakendur geti tekið seinna flug á fimmtudegi og fyrra flug á sunnudegi.  En auðvitað er líka hægt að keyra vestur til okkar.

Við erum einnig í samstarfi við Fossavatnsgönguna með námskeið sem eru bókanlega á www.fossavatn.is

Verð er 88.500 á mann í tvíbýli og 109.500 kr. einbýli

Staðfestingargjaldið er 20% af heildargjaldi og er óendurkræft nema að námskeið falli niður. 

Í vetur eru eftirfarandi námskeið. ATH. að stærri hópar geta bókað sér námskeið á öðrum dagsetningum.

 2.-5.febrúar               Blandað námskeið 2.-5.febrúar

9.-12.febrúar              Bara ég og stelpurnar 9.12.febrúar

2.-5.mars                   Bara ég og stelpurnar 2.-5.mars

9.-12.mars                 Blandað námskeið 9.-12.mars

16.-19.mars               Bara ég og stelpurnar 16.-19.mars

23.-26.mars               Blandað námskeið 23.-26.mars

30.mars - 2.apríl         Bara ég og stelpurnar 30.mars - 2.apríl

  

Til að bóka gönguskíðanámskeiðið Bara ég og stelpurnar eða blandað námskeið þarf bara að ýta á dagsetninguna sem hentar og námskeiðið hér að ofan sem leiðir þig inn á bókunarsíðuna. Þar er svo aftur valin dagsetning námskeiðs sem ætlunin er að fara á.  Þá opnast gluggi með öllum gistimöguleikum, því næst er valið hótel og herbergistýpa og þar valin fjöldi einstaklinga í herbergi.  Hægt er að velja um að vera 1, 2 eða 3 í herbergi, ef ætlunin er að hafa þrjá í herbergi þarf að velja "triple room".   Einnig er í boði Deluxe og superior herbergi.  Hægt er að gista bæði á Hótel Torgi og Hótel Horni.

Nauðsynlegt er að bæta nafni/nöfnum herbergisfélaga í "special request" reit í bókunarferlinu.  Heildarupphæð verður tekin út af því korti sem sett er með í pöntuninni.  Hægt er að hringja inn aukakort ef greiðsla á að fara fram í tvennu lagi í síma 456-4111.