Fundir og ráðstefnur

Starfsfólk Hótels Ísafjarðar hefur áralanga reynslu af skipulagningu ýmis konar funda og ráðstefna. Við erum með faglært og þaulvant starfsfólk skipað í hverja stöðu svo dvölin verði sem ánægjulegust.

Á Hótel Ísafirði eru fyrsta flokks herbergi, góð fundaraðstaða með nýjustu tækni og í veitingasal er frábær matur, þar sem lögð er áhersla á að nýta sem mest úr vestfirskri náttúru. Margir skemmtilegir möguleikar eru á alls konar dægradvöl og uppákomum fyrir gesti sem vilja slaka á eftir amstur dagsins.

Fundarsalur rúmar vel 40-50 manna fundi og í göngufæri frá Hótel Ísafirði eru fundarsalir sem rúma mun fleiri fundargesti.
Matsalurinn á Hótel Ísafirði hentar vel fyrir veislur fyrir allt að 100 manns.

Við erum með ferðaskipuleggjendaleyfi, en við stærri viðburði köllum við til ferðaskrifstofur til aðstoðar. Við bjóðum þeim sem vilja halda fund eða ráðstefnu á Ísafirði aðstoð við alla pappírsvinnu, farmiðapantanir, skipulagningu dagskrár, bókun gistingar, veitinga, hópferðabifreiða sem og aðstoð við skipulagningu skoðunarferða og annarrar dægradvalar, auk þess að annast akstur gesta til og frá flugvelli.