Hópar
Við tökum gjarnan á móti hópum og fundum. Hótel Ísafjörður sér um gistinguna, við um fundinn, fundaaðstöðuna þegar það á við, og svo auðvitað matinn.
Hólmfríður Vala hótelstjóri er gestgjafinn og það er best að senda hennitölvupóst eða hringja bara (456-4111).
Hópaseðlar
Verð fer eftir fjölda í hóp. (Aftur, Hólmfríður Vala hótelstjóri er með svörin á reiðum höndum; það er hægt að senda henni tölvupóst eða hringja 456-4111.)
Matseðill 1
Grænmetissúpa með heimabökuðu brauði
Kryddhjúpaður þorskur með kremuðu byggi
Bláberja Créme brulée
ISK 7.500.-
Matseðill 2
Hægelduð bleikja með kryddaðri kotasælu
Lambalæri með rauðvínssósu og rótargrænmeti
Rababarapæ með ís
ISK. 7.900.-
Matseðill 3
Lamba carpaccio með klettasalati, furhnetum og balsamik
Gratíneraður saltfiskur með kartöfluskífum og lauk
Skyr með bláberjum
ISK. 7.800.-
Matseðill 4
Hvítvínssoðinn kræklingur
Pönnusteikt grísasneið með tómatsoðnu grænmeti og steiktum kartöflum
Heimalöguð epla- og bláberjakaka með ískúlu
ISK. 7.800.-
* * *
Kaffi/te innifalið.
Einn gestur frítt fyrir hverja 20 greiðandi.
Við erum vel í stakk búin til að sinna óskum grænmetisæta eða þeirra sem eru með sérþarfir í mat vegna ofnæmis eða óþols. Nauðsynlegt er að fá upplýsingarnar um það sem fyrst, helst um leið og pöntun er gerð.
Hægt er að fá hálft fæði, hádegisnesti og margt fleira.