Söfnun og notkun persónuuplýsinga
Við söfnum aldrei persónuupplýsingum án þess að þú hafir gefið okkur þær beint, t.d. með því að senda okkur fyrirspurn eða bóka herbergi í gegnum vefsíðuna. Persónuupplýsingar eru notaðar til ljúka kaupum á ákveðnum vörum eða þjónustu og til að auka og betrumbæta þjónustu okkar, í rannsóknir og annarskonar skýrslur.
Verndun persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði. Öllum persónuupplýsingum er haldið öruggum og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Við getum ekki ábyrgst 100% öryggi þegar kemur að því að deila upplýsingum, sem þýðir að einhver sem ekki hefur leyfi gæti mögulega nálgast upplýsingarnar. Því er notkun þín á þinni eigin ábyrgð.
Að því gefnu að við séum að nota einhverjar af þínum persónuupplýsingum, þá hefur þú rétt á að vita hvaða upplýsingar það eru. Ef það gerist að upplýsingar sem þú settir inn séu rangar þá áttu rétt á að þær séu leiðréttar eða að þeim verði eytt.
Vefkökur
Vefkökur (cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefjarins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið eða halda utan um hvaða auglýsingar hann hefur séð. Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar, nema í þeim tilvikum sem nefnd eru hér að ofan.
Hótel Ísafjörður notar vefmælingartól til mælinga á vefsvæðum fyrirtækisins.
Við hverja komu inn á vefi Hótel Ísafjarðar eru örfá atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Slíkar upplýsingar eru eingöngu notaðar við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.
Vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (Google og Facebook) eru notaðar á hotelisafjordur.is til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.
Stilla notkun á vefkökum.
Þú getur stýrt því hvernig þú notar vefkökur í þínum vafra, m.a. þannig að notkun þeirra sé hætt. Hér má finna góðar leiðbeiningar um hvernig þú stillir notkun á vefkökum eða slekkur alfarið á notkun þeirra í hinum ýmsu vöfrum.
Tenglar á aðrar síður
Þjónusta okkar getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem við stjórnum ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Við mælum eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir. Við höfum enga stjórn yfir og tökum enga ábyrgð á innihaldi, persónuverndarstefnum eða verklagi nokkurrar síðu eða þjónustu frá þriðja aðila.
Notendaskilmálar
1. Almennt
Þessi vefsíða er í eigu og rekin af Hótel Ísafirðir. Hótel Ísafjörður er skuldbundið og rekið skv. lögum og reglum íslenska ríkisins. Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður en þú notar vefsíðu Hótel Ísafjarðar. Með notkun á þessari vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar, vera bundin/n af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála, önnur viðeigandi skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir á meðan þú notar þessa vefsíðu, þá er þér óheimilt og þú samþykkir að nota ekki að neinu leiti þessa vefsíðu.
Það er skilyrði notkunar á vefsíðunni að þú samþykkir að bæta, verja og fría okkur ábyrgð gegn öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefnum.
2. Breytingar á notkunarskilmálum þessarar vefsíðu
Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta. Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.
3. Öryggi
Þú getur aðeins notað þessa vefsíðu fyrir þig persónulega og þú ert ábyrg/ur fyrir því að geyma með þér þær upplýsingar sem þú setur á vefsíðuna s.s. nafn, netfang, símanúmer eða persónulegar upplýsingar. Ef þú af einhverjum ástæðum telur að aðgangur þinn að vefsíðunni sé ekki lengur öruggur td. vegna þess að þú hefur týnt upplýsingunum, verið rænd/ur eða eitthvað annað hefur komið upp sem veldur því að þriðji aðili gæti haft aðgang að upplýsingum þínum, þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem við á.
4. Hugverk
Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á þessari vefsíðu, þar með talin (en takmarkast þó ekki við) nöfn, vörumerki, verð og uppsetning vefsíðunnar; er bundið höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingabanka og öðrum reglum um vernd á hugverki. Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða í þeim tilgangi að hagnast á því sjálf/ur. Öll notkun á upplýsingum og efni án leyfis er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessarar vefsíðu og mun brjóta í bága við lög um vernd á hugverki. Ef slík ólögleg notkun kemur upp þá áskiljum við okkur rétt til að hefja lögsókn eða á annan hátt verja okkur, án þess að tilkynna þér það sérstaklega fyrirfram.
5. Fyrirvari um ábyrgð
Upplýsingarnar og þjónustan sem birtist á þessari vefsíðu getur innifalið ónákvæmni, villur og úreltar upplýsingar. Við gefum okkur ekki að allar upplýsingar eigi við þig eða að þjónustan henti þér. Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefsíðunni eða vegna innihalds hennar, þar með talið að upplýsingarnar hverfi, hvort heldur sem er vegna þess að þú brýtur þessa skilmála, skaðar (einnig með vanrækslu), skemmir vöruna (vefinn/innihald) eða á nokkurn annan hátt. Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er skv. íslenskum lögum.
6. Hlekkir á aðrar vefsíður
Þessi vefsíða gæti innhaldið hlekki á aðrar vefsíður. Við stjórnum hvorki né getum breytt þeim upplýsingum, vörum og innihaldi slíkra síðna. Notkun þín á þessum síðum er á þína eigin ábyrgð.
7. Ýmislegt
Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum. Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.
8. Gildandi lög, tungumál og lögsaga
Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni. Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni.