Námskeiðin eru frá fimmtudegi til sunnudags og á þeim tíma tökum við
tækni- og úthaldsæfingar, förum yfir umhirðu skíða, hvernig er að standa á ráslínunni í Fossavatnsgöngunni svo fátt eitt sé nefnt..
Námskeiðin eru getuskipt og taka mið af markmiðum þátttakenda.
Einhverjir eru að undirbúa sig fyrir að setja á sig númer og standa á ráslínunni
á meðan aðrir ætla að taka því rólega. Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í tæp 20 ár og státa af frábærum þjálfurum með reynslu
og metnað. Kennt er á skíðagöngusvæðum Ísfirðinga; Seljalandsdal og Tunguskógi. Við teljum Seljalandsdal besta gönguskíðasvæði á landinu þó við séum örlítið hlutræg.
Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi.
Miðað er við að þátttakendur geti tekið seinna flug á fimmtudegi og fyrra flug á sunnudegi
Ath! Lágmarksþáttöku þarf á námskeiðið
Við erum einnig í samstarfi við Fossavatnsgönguna með námskeið sem eru bókanlega á www.fossavatn.is
Verð er 98.500 í tvíbýli og 123.500 kr. einbýli
Ath! Staðfestingargjald 20% af heildargjaldi á mann og er óendurkræft að nema námskeið falli niður. Fullt gjald verður skuldfært viku fyrir námskeið og fæst ekki endurgreitt eftir það nema námskeið falli niður.
Veturinn 2025 verða eftirfarandi námskeið í boði:
28. nóv - 1. des: Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar
(Bókað í gegnum Fossavatn.is)
30. janúar - 2. febrúar Blandað námskeið
27. febrúar - 2 mars Bara ég og stelpurnar
Valin er sú námskeiðsdagsetning sem hentar til að fara inn á bókunarvél fyrir
það námskeið sem valið er. Dagsetning er þá fundin í dagatali bókunarvélar
og valinn er fimmtudagur þess námskeiðs. Eftir það er hægt að halda áfram
með að velja herbergistegund og ganga frá bókun.
Á utanbrautarskíðunum opnast nýr heimur og landið stækkar. Leiðir sem við höfum gengið að sumri eru komnar í ný klæði og vart þekkjanlegar.
Við veljum okkur leiðir eftir snjóalögum og hvernig vindar blása og skoðum ævintýraheiminn í nágrenni við Skutulsfjörðinn . Við tökum hring eða göngum frá A-B um fjöll og heiðar og dali með dagspoka, nesti og aukaföt.
Gist er á Hótel Ísafirði en þeim sem vilja skella sér út fyrir þægindarammann er boðið að gista í tjaldi eina nótt, föstudag-laugardag en hinar tvær á hótelinu. Þarna er kjörið tækifæri að taka næsta skref í útivistinni og blanda saman mjúku og hlýju hótelrúminu og hlýja og mjúka svefnpokanum, lúxus ferð á alla kanta.
Þátttakendur sjá sjalfir um að dóta sig til en við veitum glöð ráðleggingar og aðstoðum við útbúnað. Við viljum benda á að flest allt sumarútilegudót virkar í vetrarútilegu svo ekki þarf að eiga sérstakan vetrarbúnað.
Dagsetning: 13.-16. mars 2025
Innifalið á þessi námskeiði er:
Gisting á Hótel Ísafirði og/eða í tjaldi í 3 nætur ásamt frábæru morgunverðarhlaðborði
3 x kvöldmatur
2 x Nesti
Rúta til og frá flugvelli
Rúta á upphafstað æfintýrsins
Leiðsögn
Athugið, takmarkað pláss!
Verð er 98.500 í tvíbýli og 123.500 kr. einbýli
Ath! Staðfestingargjald 20% af heildargjaldi á mann og er óendurkræft að nema námskeið falli niður. Fullt gjald verður skuldfært viku fyrir námskeið og fæst ekki endurgreitt eftir það nema námskeið falli niður.
Dagsetning er fundin í dagatali bókunarvélar.
Eftir það er hægt að halda áfram með að velja
herbergistegund og ganga frá bókun